Birt af: Elías | Sd., 4. Maí, 2008

Bongó

Það skiptast á skin og skúrir þessa dagana, í bókstaflegri merkingu. Þann 1. maí var fallegt veður, þó að mér skiljist að sumstaðar hafi blásið svoldið. Ég var að vinna á föstudaginn og missti af því hvernig veðrið var þá, í gær, laugardag var mjög gott veður a.m.k. í garðinum hjá mér. Í dag rignir.

Góða veðrið var nýtt til hins ýtrasta og bera meðfylgjandi myndir það með sér.

kv.
E.

Viktor Ingi, Sunna Mjöll og Flóvent Rigved � pottinumPása frá garðverkunum

Auglýsingar
Birt af: Elías | Mád., 28. Apr, 2008

Alive and kicking

Halló… ég er enn á lífi.

Ég er búinn að vera mjög upptekinn bæði í vinnu og utan. Fór líka út (eða utan eins og sumum dettur í hug að segja). Skrapp til Berlínar í fáeina daga. Frábær borg. Segi kannski frá því síðar. Núna ætla ég að skella mér í pottinn fyrir svefninn.

Rakst á þetta um daginn. Þekki 2 nýbakaðar mæður, önnur þeirra gæti hugsanlega lent í þessu… eða hvað segir gömparinn um það?

Ég þori nú varla að minnast á að Keflvíkingar eru tvöfaldir meistarar í körfu… blendnar tilfinningar en… verður maður ekki að ala börnin upp í takti við skólasystkinin?

kv.
E

Birt af: Elías | Föd., 4. Apr, 2008

Ný getraun

Þessi getraun er samin af Daníeli (pabbi bað mig um að skrifa getraun um eitt ákveðið lag sem hann hafði í huga) svo að hér er frumraun mín í þessum skrifum

Söngvarinn er nafni eins þekktasta rokksöngvara sögunnar,og er fæddur í sama mánuði og pabbi(elli) og Mark Knopfler sjálfur, en fimm árum yngri og spilar klárlega á gítar.

Hann er oftar en ekki prúðbúinn á sviði og notast við gleraugu.

Hljómsveitin U2 gerði lagið dancing barefoot, þar sem fyrsta erindið minnir svolítið á þetta lag sem ég er að spyrja um.

Giovan Straparalo skrifaði frægt ævintýri sem Walt Disney gerði síðan teiknimynd út frá, og við sögu koma þar fram dansandi tebollar, talandi klukka o.fl, en í texta lagsins er einmitt „minnst“ á þetta ævintýri.

Lagið er upphaflega eftir Charles Aznavour og Herbert Kretzmer.

Lagið kom fram með þessum söngvara sem við leitum að í þekktri gamanmynd sem gerist í Englandi

í laginu er mikið sagt nafnið á laginu sjálfu þ.e.a.s nafnið á laginu kemur oft fyrir í því.

Konan hans er einnig þekkt söngkona frá Kanada og þau eiga saman tvíburasyni.

Þau hjúin hafa einnig samið saman nokkur lög.

Það má líka taka það fram að þessi söngvari er frá Englandi. =)

Birt af: Elías | Miðvd., 2. Apr, 2008

Bros

Þema spaugstofunnar síðasta laugardag var bros…. eða skortur á því. Ég fíla almennt ekki vel þessa þemaþætti þeirra, en brosti talsvert meira þegar ég sá myndbandið sem er hér að neðan.

Ég „stal“ myndbandinu af blogginu Brynja Around The World.

kv.
E.

Birt af: Elías | Þrd., 1. Apr, 2008

Skemmtilegur bloggari

Mig langar að benda sérstaklega á þetta blogg. Í miklu uppáhaldi hjá mér. Tengill kominn í tenglalistann.

kv.
E

Birt af: Elías | Miðvd., 26. Mar, 2008

Áttavilltur?

Ég las þessa frétt/grein í dag og varð svoldið ringlaður. Ég keyri nefnilega Reykjanesbrautina „reglulega“, eða u.þ.b. 40 sinnum í mánuði og horfi beint í sólina á leiðinni til Kópavogs á morgnanna (um kl. 08:15). Þegar ég er staddur á Reykjanesbrautinni í nágrenni við Voga og keyri til norðurs….. hvert er ég þá að keyra?

Ég mæli með því að fólk lesi þetta með smá landfræðilega gagnrýnni hugsun (hvað sem það þýðir).

„Þegar skyggni er slæmt eða umferð lítil er töluverð hætta á að ökumenn á norðurleið telji að hin brautin, sem er þeim á vinstri hönd, sé fyrir umferð í gagnstæða átt en þeir geti ekið á tveimur akreinum. Þeir sem eru á leið suður ættu að gera sér betur grein fyrir ástandinu m.a. þar sem þeir þurfa að beygja til vinstri inn á kaflann sem um ræðir.“

Til útskýringar er meðfylgjandi gervitunglamynd. Þar sjást Vogar greinilega, Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur einnig, en vegurinn frá Reykjanesbraut að Vogum sést frekar ógreinilega. Ég vil taka það fram að venju samkvæmt er norður upp á þessari mynd. Myndin er fengin af kortavef Google.

Vogar og nágrenni

Næsti pistill verður líklega um auglýsingu Lýsingar þar sem vitnað er í fjármálastjóra Arnarfells.

kv.
E.

ps. Gerðir ÞÚ virkilega ekkert um páskana? Lest ÞÚ engar bækur eða sérð bíómyndir? Átt ÞÚ þér ekkert uppáhalds rauðvín?
Deildu skoðun þinni með restinni af heiminum.

Birt af: Elías | Ld., 22. Mar, 2008

Hvað er á döfinni?

Páskadagur að renna upp, runninn upp, nú eða liðinn, allt eftir því hvenær þú lest þetta.

Linda og Clarence orðin foreldrar eftir óvenju langa og stranga „meðgöngu“ … til hamingju með það, ég fylgist reglulega með þeirra bloggi (tengill hér til hliðar).

Ég rakst á blogg um mat og vín rétt áðan. Bendi áhugasömum á að það er kominn tengill undir „Veitingar“ hér til hliðar.
Með það í huga langar mig að segja að Cawarra frá Lindemans (Ástralía – Shiraz Cabernet) og Casillero del Diablo (Chile – Cabernet Sauvignon) eru í uppáhaldi þessa dagana hjá mér. Ég tími ekki að kaupa dýrari vín og sé enga ástæðu til, er fyllilega sáttur við þessi. Cawarra kostar 1.090 kr. og Diablo 1.190.

Er að lesa og hlusta á nokkrar bækur; The River Why er í iPodinum, Stranger House, Blóðskuld og Skuggi vindsins eru á náttborðinu.

Á heilanum hljómar „Ekki bíl“ í flutningi Matta Matt.

Hvað er á döfinni hjá þér?
Hvaða vín er í uppáhaldi hjá þér?

Kv.
E.

Birt af: Elías | Miðvd., 19. Mar, 2008

Til athugunar

Veltið þessu fyrir ykkur.

can.jpg

Ég fékk þetta sent í dag og er nokkuð klár á að ég nota glas, eða skola a.m.k. drykkjardósir héðan í frá.

„This incident happened recently in North Texas. A woman went boating one Sunday taking with her some cans of coke which she put into the refrigerator of the boat. On Monday she was taken to the hospital and placed in ICU. She died on Wednesday. The autopsy concluded she d

ied of Leptospirosis. This was traced to the can of coke she drank from without using a glass. Tests showed that the can was infected by dried rat urine and hence the disease Leptospirosis. Rat urine contains toxic and deathly substances. It is highly recommended to thoroughly wash the upper part o f soda cans before drinking out of them. The cans are typically stocked in warehouses and transported straight to the shops without being cleaned. A study at NYCU showed that the tops of soda cans are more contaminated than public toilets (i.e).. full of germs and bacteria. So wash them with water before putting them to the mouth to avoid any kind of fatal accident.“

th_soda_overdose.jpg

Kv.
E.

ps. Í framhaldinu fékk ég þessar upplýsingar:

The Leptospirosis Information Center dismisses this emailed warning as fake

sjá hér

Birt af: Elías | Þrd., 18. Mar, 2008

Nýyrði dagsins…

… er hinsumegin.

Það er til margra hluta nytsamlegt og ótrúlegt að enginn hafi fundið uppá þvi áður. 3ja ára dóttir mín notar þetta óspart.

kv.
E.

Birt af: Elías | Föd., 14. Mar, 2008

Föstudagur

Er föstudagur ekki tilvalinn fyrir smá glens.

Ég mæli með því að við kjósum svona hressan forseta:

Eða fáum þennan „varnarmann“ í karlalandsliðið í fótbolta (stelpurnar eru svo góðar að þær þurfa ekki á slíku að halda):

kv.
E.

Older Posts »

Flokkar